Allt fyrir hunda og hundaeigendur
Við Freyja erum nýkomnar úr tveggja tíma gönguferð meðfram ströndinni við Fossvog. Veðrið var indælt og við mæðgur vorum í banastuði. Okkur þyrsti á göngunni og svo skemmtilega vildi til að þarna var vatnshani með tveimur bunum. Önnur í fínni hæð fyrir mig að drekka af og hin var akkúrat í hæð Freyju. Við fengum okkur því drykk saman ég og tíkin.