Góðir grannar
Andri ræfillinn er að verða brjálaður á nágrönnum sínum. Hann og Gunnur sitja sveitt við próflestur allan daginn en á meðan andskotast granninn á loftpressu og rífur niður alla innviði húss síns. Þessi skemmtilega tónlist hefur nú glumið í eyrum þeirra sambýlinganna í tvær vikur og Andri velti fyrir sér hvort ekki væri mál að linnti. Ég benti honum á ráð kerlingarinnar sem bjó með Helen á Háteigsveginum. Fólkið í næsta húii leyfði sér að setja upp eldhúsinnréttingu á laugardegi og sú gamla hringid umsvifalaust á lögregluna og gaf í skyn að verið væri að fremja einhver myrkraverk í íbúðinni. Hinu éndurbótaglaða fólki brá víst heldur í brún þegar tveir lögreglumenn í fullum skrúða börðu að dyrum og spurðu hvað gengi á. Ég held að Andri ætti bara að láta vaða hringja í lögguna og segja að nágranninn sé að búta niður konu sína með loftpressu. Hann verður kannski ekki alveg jafnframkvæmdaglaður eftir heimsókn laganna að varða.