Heimspekilega sinnaður hundur
Freyja er ákaflega heimspekilega sinnaður hundur. Hennar speki er að í þessu lífi fái einn hundur aldrei nóg mallaklór. Hún telur það heldur ekki eftir sér að sækja klórið og þegar ein hönd er orðin máttlaus fer skynsamur hundur bara að næstu og síðan næstu. Freyja trúir því líka að mannfólkið þekki ekki sín takmörk þannig að þegar liðið er að gefast upp á að klóra er um að gera að krækja í höndina á því og klóra það bara svona til að minna á að hún er ekki búin að fá nóg. Mikið væri gott ef maður væri svona sjálfur. Hefði vit á því að sækja það sem maður vill og sætta sig ekki við neitun. Reyndar verð ég að viðurkenna að Freyja er nógu kjút til að komast upp með þetta en ég er ekki viss um að hið sama eigi við um mig.