Andastofninn í Kópavogi hruninn
Í gærkvöldi sá ég fyrstu andarungana á Kópavogstjörn þetta árið. Fimm litlir hnoðrar syntu um með mömmu sinni en ekkert annað par var með unga. Það verður að teljast lítil viðkoma ef þetta eru einu ungarnir sem hafa komið úr hreiðrum í Kópavogi þetta árið. Ég verð eiginlega að viðurkenna að um mig fór viss hrollur því hugsanlega hefur lítil frjósemi andastofnsins í Kópavoginn eitthvað með það að gera að fjörugur, gulur hundur rak miskunnarlaust upp andapörin sem hann sá kúra á bökkum Kópavogslækjar í vor. Kannski að sárafá pör hafi náð að parast almennilega af þessum orsökum. Já, við Freyja komum víða við sögu þótt áhrif okkar fari leynt.