Mergjaðar marflær
Þennan volduga kveðskap sendi ég syni mínum áðan og ákvað að deila snilldinni með ykkur:
Mig dreymdi mergjaða marfló
sem í fjörunni að mér hló.
Hún vatt upp sinn hrygg
og borðaði bygg
en lagðist svo niður og dó.
Þennan volduga kveðskap sendi ég syni mínum áðan og ákvað að deila snilldinni með ykkur:
posted by Steingerdur hin storskorna at 3:35 e.h. | 0 comments
Mikið lifandis skelfingar ósköp fer í taugarnar á mér þessi usernames á Netinu. Ég fæ iðulega sendar upplýsingar um girnileg persónaleikapróf eins og: Which horror movie character are you? en þarf að fylla inn username og password áður en ég kemst í góðgætið. Vandinn er sá að ég hef einhvern tíma skráð mig inn á allflestar þessar síður og er auðvitað löngu búin að gleyma passwordinu sem ég samdi þá. Það verður líka að játast að stundum hafa þau verið inn frumlegustu, enda hef ég þá gert ráð fyrir að þetta yrði stutt gaman. Til að sjá við gleymsku sjálfrar mín hvarf ég frá frumlegu passwordunum og held mig orðið við það sama alls staðar. En svona til að gera langa sögu stutta þá sit ég núna uppi með það að verða finna upp nýtt username í hvert skipti sem ég hyggst komast að grundvallarsannindum um sjálfa mig og fæ aftur og aftur meldinguna: This username is already in use please try another. Ráð mitt við þessu hefur verið að finna upp enn frumlegri usernames en passwordin voru hér áður fyrr og á nokkrum vefsíðum heiti ég m.a. eftirfarandi nöfnum: Acrobus, Armangan, Lenolina, Vilgerdur, Angan, Irpur, Urtubani, Ertobus og fleira og fleira. Sennilega lendi ég núna í því að muna ekki notendanöfnin og komast þar af leiðandi ekki inn á síðurnar þótt passwordið liggi orðið fyrir.
posted by Steingerdur hin storskorna at 2:27 e.h. | 5 comments
I am a disgruntled old windbag who loves a place to bitch about her grievances.