Pödduhausinn er kominn!
Addmon paddus er kominn heim! Jibbí! Ég hefði aldrei trúað því að tíu dagar væru nóg til að maður færi að sakna fjölskyldumeðlima en það er sannarlega satt. Ég var farin að sakna þess að geta ekki hringt í Andra og Gunni og það var bókstaflega hræðilegt að geta ekki sent þeim látlaus SMS. Verst var vikan þegar Eva var úti í Kaupmannahöfn, Gummi nýfarin og Addi farinn líka. Ég var alveg hræðilega ein í heiminum að eigin mati þessa daga. Þegar Eva kom aftur lagaðist það mikið. Þá hafði ég alla vega einn vesaling til að níðast á, enda hefur greyið fengið tvöfaldan skammt af vitleysislegum SMS þessa dagana. Ég hugsa að hún sé dauðfegin líka að losna við eitthvað af öllu þessu.