Heiðra skaltu móður þína
Andrinn minn er farinn að búa og ég það hefur nokkrum sinnum komið fram hér að ég tel mig nægilega þroskaða til að taka að mér ömmuhlutverkið. Sonur minn er ekki alveg sammála og svona til að sýna hversu ábyrg ég er sendi ég honum þetta:
Ég vil þig á það minna
að þú átt að vera að vinna
því bráðum áttu börn og bú
og eina kú
og þarft þinni mömmu að sinna.