föstudagur, september 09, 2005

Heiðra skaltu móður þína

Andrinn minn er farinn að búa og ég það hefur nokkrum sinnum komið fram hér að ég tel mig nægilega þroskaða til að taka að mér ömmuhlutverkið. Sonur minn er ekki alveg sammála og svona til að sýna hversu ábyrg ég er sendi ég honum þetta:

Ég vil þig á það minna
að þú átt að vera að vinna
því bráðum áttu börn og bú
og eina kú
og þarft þinni mömmu að sinna.

Þyrnirós vissi sínu viti

Enn og aftur hef ég sannfærst um að Þyrnirós vissi sínu viti og hennar leið til að lifa lífinu alls ekki sú versta. Ég var heima í gær til að næra kvefið og nefrennslið með meiri sólhatti og svaf nánast allan daginn. Og það var eins og við manninn mælt ég vaknaði eiturhress í morgun laus við alla kvefluðru. Þarna sjáið þið. Ef maður sefur í hundrað ár fær maður aldrei flensur, ekkert kvef, enga gubbupest en getur látlaust látið sig dreyma um draumprinsinn og ullarvinnslu á rokk og snældur.