Kartöfluskorpur og harðnautakjöt
Uppáhaldsstelpurnar mínar á Fróða, úpps, Birtingi komu til mín í mat í gærkvöldi. Ég gleymdi mér við að tala þannig að aðalrétturinn var alltof lengi í ofninu. Þær fengu því kartöfluskorpur og harðnautakjöt í aðalrétt en grænmetið var ætt. Freyja var mjög ánægð með heimsóknina og það vorum við Gummi líka. Þetta var óskaplega notalegt kvöld og ég fann hvað ég sakna þeirra rosalega. Þær voru allar hálfþreyttar og þvældar eftir flutningana svo ég neyddist til að sleppa þeim heim snemma. En næst held ég þeim í tvo til þrjá daga.