Sonur minn mandólínunnandinn
Að undanförnu hefur sonur minn verið að mestu laus við SMS-skilaboð frá móður sinni. En ég heyrði í honum áðan og ákvað að líta við á leið heim úr vinnu. Ég bauðst til að leika á mandólín fyrir utan til að láta hann vita að ég væri komin en drengurinn frábauð sér að fá að njóta tónlistarhæfileika móður sinnar. Af því tilefni sendi ég honum þessa limru í SMS:
Ég vil á mandólín leika
þá þarf ég ekkert að feika
mitt rómantíska æði
og get í næði
málað sjálfa mig bleika.