Eva er svo skapandi
Þegar Eva var lítil var hún alveg einstakur heimspekingur eins og eftirfarandi sögur vitna um:
Heimspeki um hafragraut
Eva hafði verið í heimsókn hjá afa sínum og ömmu á Akureyri og þegar heim kom sagði spekingsleg við mig yfir morgunverðarborðinu næsta dag:
„Guð vill að ég borði hafragraut á morgnana.“
„Hvers vegna?“ spurði ég sem taldi nokkuð víst að hafragrautur myndi ekki hugnast bragðlaukum dótturinnar.
„Jú,“ svaraði Eva. „Guð er góður og honum þykir vænt um öll börn og afi segir að hafragrautur sé hollasti morgunverður í heimi. Þess vegna vill guð að ég borði hafragraut á morgnana.“
Eva hafði verið í heimsókn hjá afa sínum og ömmu á Akureyri og þegar heim kom sagði spekingsleg við mig yfir morgunverðarborðinu næsta dag:
„Guð vill að ég borði hafragraut á morgnana.“
„Hvers vegna?“ spurði ég sem taldi nokkuð víst að hafragrautur myndi ekki hugnast bragðlaukum dótturinnar.
„Jú,“ svaraði Eva. „Guð er góður og honum þykir vænt um öll börn og afi segir að hafragrautur sé hollasti morgunverður í heimi. Þess vegna vill guð að ég borði hafragraut á morgnana.“
Háleit framtíðaráform
Ég átti erindi í banka og var með Evu í bílnum. Ég taldi að erindið myndi ekki taka langan tíma og bað því barnið að bíða í bílnum. Engin hætta var á ferðum því það var vandlega fest í bílstól. Afgreiðslan í bankanum dróst hins vegar töluvert og ég var orðin mjög óróleg þegar ég kom aftur að bílnum. Barnið sat hins vegar jafnrólegt í stólnum og þegar hún fór.
„Fyrirgefðu, elskan mín, hvað ég lét þig bíða lengi,“ sagði ég. „Ég hélt að röðin ætlaði aldrei að koma að mér.“
„Þetta er allt í lagi,“ svaraði Eva. „Ég sat bara hér og var að hugsa um hvernig ég ætla að verða prinsessa þegar ég verð stór.“
Ég átti erindi í banka og var með Evu í bílnum. Ég taldi að erindið myndi ekki taka langan tíma og bað því barnið að bíða í bílnum. Engin hætta var á ferðum því það var vandlega fest í bílstól. Afgreiðslan í bankanum dróst hins vegar töluvert og ég var orðin mjög óróleg þegar ég kom aftur að bílnum. Barnið sat hins vegar jafnrólegt í stólnum og þegar hún fór.
„Fyrirgefðu, elskan mín, hvað ég lét þig bíða lengi,“ sagði ég. „Ég hélt að röðin ætlaði aldrei að koma að mér.“
„Þetta er allt í lagi,“ svaraði Eva. „Ég sat bara hér og var að hugsa um hvernig ég ætla að verða prinsessa þegar ég verð stór.“
Staðgengill tunglsins
Ég Andri og Eva sátum fyrir framan sjónvarpið að kvöldi til og vorum að horfa á Stand by Me með River heitnum Phoenix í aðalhlutverki. Miklar umræður spunnust milli okkar Andra um hverjir leikarnir væru og hver léki hvern. Þegar hlé varð á samræðum okkar sagði Eva: „En hver leikur tunglið?“ Því einmitt á þeirri stundu sást glampandi tungli í fyllingu á skjánum.