föstudagur, júní 16, 2006

Tvíburahöllin

Andri er búinn að fá afhenta íbúðina sína og við gömlu hjónin litum við hjá þeim í gær og skoðuðum dýrðina. Þetta er snyrtileg og fín íbúð og nóg pláss. Það loftar um þau tvö í þessu góða rými. Ég benti syni mínum á að þau gætu alveg eignast tvíbura inn í þessa íbúð. Ég fékk no comment á móti. Hingað til hefur helsta hindrunin í vegi fyrir því að ég fái ömmubarn verið sú að ég þyki ekki nógu þroskuð til að verða amma. Hörður skólabróðir minn benti mér hins vegar á það í útskriftarferðinni að það þarf þroska til að verða foreldri en hvaða vanþroska vesalingur sem er getur orðið amma. Ég bíð.