mánudagur, ágúst 15, 2005

Þekkir þú þessa bjöllutegund?

Þeir sem til þekkja vita að ég hef lengi haldið fram að sonur minn sé ákaflega sérstæð og sjaldgjæf bjöllutegund. Hann heitir sem sé Addi Paddi og latneska heiti tegundarinnar er addmon paddus. Ef einhver kannast við þessa bjöllutegund og helstu eiginleika hennar, kjörlendi og fleira eru allar upplýsingar vel þegnar.

Sorglega óheilbrigð manneskja

Ég verð að viðurkenna að ég er sorglega óheilbrigð manneskja. Magga systir sendi mér tölvupóst og kvaðst geta sótt frænda okkar á miðvikudag. Hún tvinnaði heitinu Hrollur við svarið og meinti til mín svo ég svaraði henni með þessari vísu:

Um mig fer mergjaður hrollur
er sé Möggudollur
hlaupa um völl
með hróp og köll
já, þetta eru magnaðar rollur.