mánudagur, ágúst 15, 2005

Þekkir þú þessa bjöllutegund?

Þeir sem til þekkja vita að ég hef lengi haldið fram að sonur minn sé ákaflega sérstæð og sjaldgjæf bjöllutegund. Hann heitir sem sé Addi Paddi og latneska heiti tegundarinnar er addmon paddus. Ef einhver kannast við þessa bjöllutegund og helstu eiginleika hennar, kjörlendi og fleira eru allar upplýsingar vel þegnar.

1 Comments:

Blogger Svava said...

Verandi líffræðingur get ég veitt þér nokkrar upplýsingar um tegundina. Hún er mest á ferðinni á kvöldin og næturnar, sést sjaldan fyrir hádegi. Hennar verður gjarnan vart í nágrenni þægilegra sófa og inni á öldurhúsum. Hún hefur sést inni á menntastofnunum en eru þau tilvik sjaldgæf. Padda þessi er mikill skaðvaldur í seðlaveskjum miðaldra fólks og ber að varast að láta hana komast í nánd við hvers kyns peningaseðla. Hún hefur einnig verið þekkt fyrir að tæma ísskápa á ótrúlega skömmum tíma. Tegundin er vinsæl hjá söfnurum sakir fallegs útlits og endingargóðs ytra byrðis.

7:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home