þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Orðin móðursystir í sjöunda sinn

Sagt er að sjö sé heilög tala en ég varð móðursystir í sjöunda sinn rétt fyrir tvö í gær. Litli pilturinn sem þá fæddist hlýtur að verða sérstakur gæfumaður því hann er sjöunda systrabarn tveggja móðursystra sinna en það áttunda hjá hinum tveim. Svanhildur fæddi sem sagt þriðja barnið sitt þann 1. ágúst en Ólafur Steinar bróðir hans á afmæli núna 18. og verður þá ársgamall eða bókstaflega eldgamall.

2 Comments:

Blogger Svava said...

Og þessi nýji frændi er ekkert slor, algert múslí :-) Péturssporið í hökunni gefur honum sérstakan sjarma :-)

4:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá, þau vantar eflaust nafn á nýja strákinn ... nema hann verði látinn heita Guðlaugur Ragnar ... í höfuðið á ömmunum, eða kannski ... og nú kemur góð uppástunga: GUÐRÖÐUR!!! Þetta er sjaldgæft en afar fallegt og þjóðlegt nafn.
Mér datt þetta sisona í hug.

10:38 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home