Hornstrandahungur
Ég get ekki með nokkru móti mælt með Hornstrandaferðum ef fólk er í megrunarhugleiðingum. Síðan ég kom heim hef ég verið bókstaflega óseðjandi og mig hungrar sífellt í sætindi og snakk. Að auki hef ég sofið óvenjulega mikið og varla mátt setjast í sófa eða stól án þess að höfuðið hnígi ofan í bringu og reglulegur og djúpur andardráttur heyrist frá mér. (Ég hrýt ekki. Allur orðrómur þar um er illkvittni úr ættingjum mínum.) Þetta kíló sem fauk af með á strandagöngunni miklu er sennilega löngu komið aftur og meira til. Svona er að vera sísvangur. Æ! Jæja það verður að minnsta kosti engin eignarýrnun hjá Guðmundi á meðan.
3 Comments:
Ertu ekki bara ólétt?
Eða bara of nálægt ísskáp ?
Rétta skýringin er of nálægt ísskáp. Það sér í iljarnar á mér út úr ísskápnum öll kvöld.
Skrifa ummæli
<< Home