miðvikudagur, júlí 20, 2005

Enn af GIN-gleðinni

Einn skipverja á Guðmundi í Nesi var áður með Gumma á Pétri. Hann og kona hans voru þarna með litlu dóttur sína. Hún er aðeins tveggja mánaða gömul og alveg yndislega, lítil og fíngerð. Hún var ótrúlega vær og góð og svaf af sér mestu lætin þótt á tímabili þyrfti barnfóstran hennar að taka hana að sér og vagga henni svolítið. Ég dáðist að dugnaði mömmu hennar að ferðast með svona lítið barn. Ég man sjálf hvað það gat verið mikið fyrirtæki að taka saman allt sem þurfti til að tryggja velferð ungbarns og það var ekki laust við að stundum kysi maður að sitja heima fremur en að setja saman allan þann farangur. En fyrir okkur hin var það einstök ánægja að fá ða sjá litla barnið og njóta nærveru þess. Það er líka ótrúlegt hvað þessi litlu kríli sem virðast svo viðkvæm og brothætt hafa mikla aðlögunarhæfni og styrk.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home