fimmtudagur, júlí 07, 2005

Ógnir í Lundúnaborg

Það er skrýtið hvernig þekking á staðháttum færir atburði eins og hryðjuverkin í London nær manni en ella. Þegar tvíburaturnarnir hrundu á sínum tíma fór um mig hrollur því ég hafði heimsótt útvarpsstöð í öðrum þeirra árið 1989 og átti mynd af mér með turnana í bakgrunninn. Í dag leið mér ömurlega því bæði hafði ég staðið á King's Cross járnbrautarstöðinni og Liverpool Street Station hafði ég heimsótt margoft. Að vita hvernig staðhættir eru og hversu þröngt er í göngum neðanjarðarlestanna var einhvern veginn nóg til að óhug setti að mér og ég fann fyrir djúpum skilningi og samhug með þeim sem urðu fórnarlömb sprenginganna í morgun. Á sama tíma heyrir maður fréttir af því að hús og bílar séu sprengd upp í Írak og einhvern veginn er það svo fjarlægt að skelfing þessara atburða nær ekki snerta sál manns. Svona er mannskepnan skrýtin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home