miðvikudagur, júní 29, 2005

Söngfuglinn Eva kemur til bjargar

Ég gleymdi að segja frá því í umfjölluninni um óvissuferðina að keppt var í karaókí á Ölveri. Þar sem Bjarni var þá farinn heim og við hin í Dýralífi vita laglaus var kallað á Evu. Þessi litla elska sinnti kallinu, mætti galvösk ásamt Lilju vinkonu sinni og söng eins og engill til að bjarga mömmu frá eilífri skömm og útskúfun í vinnunni. Æ! Þetta er svo vel uppalið grey.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home