miðvikudagur, júní 22, 2005

Loðnar töskur á lækjarbakka

Auður auglýsingastjórinn okkar hér á Vikunni var að senda mér fyrirspurn. Hún vildi vita í hvaða tölublaði væri umfjöllun um töskur frá tiltekinni verslun hér í bænum. Ég mundi ekki eftir að hafa skrifað staf um töskur að því undanskildu að í vor skrifaði ég um töskur úr dýraskinni. Svar mitt til Auðar var því svohljóðandi: Man ekki eftir neinum töskum. Voru þær loðnar? Það var ekki fyrr en ég var búin að senda skeytið að það rann upp fyrir mér að þetta væri frekar óheppilegt orðalag.

1 Comments:

Blogger Svava said...

Loðnar töskur..... eitthvað er nú loðið við þetta :-)

4:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home