miðvikudagur, júní 22, 2005

Marflær í massavís

Andri ræfillinn sleppur ekki við kveðskap móður sinnar þótt hann sé búinn að ná BS-prófi og útskrifist á laugardag. (Gurrí var að segja mér að ég mætti alveg virkja montgenið betur. Þetta kom fram í stjörnuspánni fyrir Vogina.) Þessar ágætu vísur fékk hann sendar nýlega.

Eitt sinn var marfló sem marðist á kvið
eftir það mátti hún ekki éta svið.
Hún keypti sér pítu
í sjoppunni Rítu
og synti lengst út á Halamið.

Marflóin sem pítuna fékk
fór til læknis pínutékk.
Hún stóðst ekki mátið
en lagðist í átið
þegar sett var á pínubekk.

2 Comments:

Blogger Svava said...

Þessi marfló var makalaus
mikið gefin fyrir raus
Hún borðaði og hló
en sprakk svo og dó
og er nú ei lengur með haus

3:26 e.h.  
Blogger Steingerdur hin storskorna said...

Alveg var það eftir öllu að eins og ein marfló leyndist einhvers staðar á Svövu.

3:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home