miðvikudagur, júní 08, 2005

Það er lakkrísdagur í dag

Það er lakkrísdagur í dag í vinnunni. Með mér vinnur einstakt göfugmenni sem hefur tekið upp á því að kaupa lakkrís í kílóavís fyrir vinnufélaga sína á hálfs mánaðarfresti eða svo. Þetta er lúxus sem ég get ekki verið án. Þannig er að þessi maður vinnur við innheimtu hér í fyrirtækinu og á reglulega leið í Hafnarfjörð vegna starfs síns. Rétt þar við er lakkrísverksmiðjan Appolló og þegar erindum hans er lokið fer hann og kaupir kíló af afskurði af lakkrísrúllum, reimum, konfekti og ýmsu öðru góðgæti og kemur með til baka. Ég er fastur viðskiptavinur hjá þessum manni og lakkrísinn endist mér alls ekki fram að næstu ferð.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég kem á mánudaginn. Þú mátt alveg skilja eftir pínkusmávegis fyrir Gurrí sína. Enginn lakkrís í sveitinni.

10:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home