Gullinn leitari
Kannski að menn vilji fá að heyra aðeins meira af þessu persónuleikaprófi sem ég tók. Það heitir sem sagt The Ultimate Personality Test og er inni á ticle-inc.com. Niðurstaðan sem ég fékk var sú að ég væri Golden Seeker en sú persónugerð væri einstaklega gefandi, opinská og glaðlynd en að auki leitandi og sífellt tilbúin til að þroska sjálfan sig og eins þeir orðuðu það þarna úti: „A joy to be around.“ Já, mikið óstjórnlega geta þessi persónuleikapróf verið nákvæm og akkúrat í því að skynja persónuna sem svarar. Ég vildi hins vegar óska að Golden Seeker minnti mig ekki svona hryllilega mikið á litlu gullnu kúluna sem Harry Potter eltir uppi á Quidditch-vellinum.
1 Comments:
Já þetta er merkilega nákvæmt próf, a.m.k. finnst mér alltaf joy to be around you, þó mér þætti líka gaman að rota þig stöku sinnum.
Skrifa ummæli
<< Home