sunnudagur, maí 29, 2005

Lært af reynslunni

Ég læri aldrei af reynslunni. Allt frá því ég var smábarn hef ég reynt að föndra og vinna í höndunum eins og vinkonur mínar en á meðan þær framleiða hvert snilldarverkið á fætur öðru skila ég af mér óskapnaði sem enginn skilur hvernig varð til. Þetta verður best skýrt með vísunni gömlu:

Skrattinn fór að skapa mann
skinnlaus köttur varð úr því.
Hann andanum kom ekki í hann.
Hann átti að heita Þórarinn.

En aftur að sögunni sem ég ætlaði að segja. Ég keypti mér nefnilega brúnkuklúta í gær. Einhver laug því að mér að þeir væru svo auðveldir í notkun að engin hætta væri á að lenda í sömu súpunni og ég hef svo oft lent í með brúnkukrem. Ég lét blekkjast og í dag lít ég sem sagt út eins og rauðskinni með hræðilegan húðsjúkdóm. Ég læri aldrei af reynslunni.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æi, elskan mín. Mér tókst þetta ágætlega um daginn. Setti á mig á laugardegi og liturinn búinn að jafna sig eftir bað og alles á mánudegi þegar ég kom brún og hraustleg í vinnuna. Hendurnar voru klaufalegar ... ætla ekki að rjóða þessum andskota á hendurnar aftur. Appelsínugult og blettótt varð það. En skárra á mánudeginum, mun skárra. Gangi þér vel næst og mundu að setja þetta kerfisbundið á andlitið, ekki gleyma eyrnasneplunum ... og gerðu þetta á laugardegi, þú getur farið með slæðu fyrir andlitinu út á sunnudeginum. Knús til þín vinnandi manneskja frá sumarfrísdömunni.

11:09 e.h.  
Blogger Svava said...

Verð að játa að það var mér mikil gleði að fá tækifæri til þess að sjá systur mína flekkótta eins og Dalmatíu hund. Mér datt í hug lýsingar Michaels Jacksons á "húðsjúkdómnum " sem leiddi til þess að hann varð hvítur. Hann varð einmitt svona flekkóttur líka. My sister is just like the King of Pop. Jolly.

3:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home