Herrend burrum pe
Það virðist vera eitthvað í loftinu í Kópavogsdalnum. Ég var þar á gangi fyrir stundu og mætti svertingja sem þuldi fyrir munni sér eitthvað sem hljómaði ekki ólíkt og herrend burrum pe, surrum gerrit mar. Mér hnykkti við og í fyrstu hélt ég að maðurinn væri að tala við mig en svo sá ég að hann var fullkomlega sáttur við að eiga þetta samtal við sjálfan sig. Í ljósi nýlegra ævintýra minna í dalnum þorði ég alls ekki að sýna nein undrunarmerki og gekk rólega leiðar minnar. Ég er nokkurn veginn viss um að maðurinn hefur verið að segja eitthvað jafndjúpviturt og það sem mér varð á að segja upphátt í gær.
2 Comments:
Í samanburði við það sem ég hef heyrt falla af þínum munni er herrend burrum pe bara ansi gáfulegt.
Ég mun aldrei þora í gönguferð í Kópavogsdalnum ... ég fer svo sem aldrei í gönguferðir, en samt!!!
Skrifa ummæli
<< Home