föstudagur, maí 13, 2005

Upplýsandi símtal

Mamman: Ég bíð bara eftir að komast heim úr vinnunni og upp í sumarbústað. Þið athugið kannski málið og sjáið til hvort þið komið upp eftir. Við verðum með standandi grill alla helgina.

Sonurinn: Nú, gáfust þið upp á að vera með liggjandi grill.

Mamman: Já, það var svona ákveðin eldhætta í kring um það og þótt pabbi þinn sé lipur með slökkvitækið var þetta orðið svolítið leiðigjarnt.

Sonurinn: Einmitt. Við sjáum þá til hvort við komum.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég elska húmorinn í honum syni þínum og samskipti ykkar mæðgina, vísur og læti. Vinsamlega leyfðu okkur að njóta þessa sem oftast.

Aðdáun dagsins er í boði Guðríðar!

12:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home