miðvikudagur, maí 04, 2005

Góðir grannar

Andri ræfillinn er að verða brjálaður á nágrönnum sínum. Hann og Gunnur sitja sveitt við próflestur allan daginn en á meðan andskotast granninn á loftpressu og rífur niður alla innviði húss síns. Þessi skemmtilega tónlist hefur nú glumið í eyrum þeirra sambýlinganna í tvær vikur og Andri velti fyrir sér hvort ekki væri mál að linnti. Ég benti honum á ráð kerlingarinnar sem bjó með Helen á Háteigsveginum. Fólkið í næsta húii leyfði sér að setja upp eldhúsinnréttingu á laugardegi og sú gamla hringid umsvifalaust á lögregluna og gaf í skyn að verið væri að fremja einhver myrkraverk í íbúðinni. Hinu éndurbótaglaða fólki brá víst heldur í brún þegar tveir lögreglumenn í fullum skrúða börðu að dyrum og spurðu hvað gengi á. Ég held að Andri ætti bara að láta vaða hringja í lögguna og segja að nágranninn sé að búta niður konu sína með loftpressu. Hann verður kannski ekki alveg jafnframkvæmdaglaður eftir heimsókn laganna að varða.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Anna vinkona og sonur hennar eru í sama kúrs í tölvunarfræðum. Þau sitja á efri hæðinni á Kaffibarnum og læra undir próf þessa dagana. Kannski sonsi og tengdó þurfi að gera e-ð slíkt? Nanna Rögnvaldar átti fína nágranna sem bjuggu fyrir ofan sig. Þeir voru ansi hreint framkvæmdaglaðir og þessi fimm ár sem þeir bjuggu þarna voru endalausar viðgerðir, borvélahljóð, loftpressudrunur og allt þar á milli. Nú, svo keyptu nágrannarnir nýtt hús til að bora í og þá fluttu ung hjón inn í staðinn fyrir ofan Nönnu. Ungu hjónin hafa núna verið að brjóta allt niður sem gömlu grannarnir byggðu upp. Búa Andri og Gunnur kannski á Kárastíg?
Grrrr

10:36 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Skil ekki alveg þessa setningu hjá mér: Bjuggu fyrir ofan sig ...
Kennir manni að lesa yfir ÁÐUR en maður sendir orð sín á veraldarvefinn til eilífrar varðveislu.
Grrrrr aftur

10:37 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home