mánudagur, maí 02, 2005

Andagiftin getur verið eitruð

Gift er eitur á dönsku og andagift getur sannarlega verið eitruð. Þessa vísu sendi ég syni mínum áðan til að tryggja að hann missti ekki af fréttnæmum viðburðum.

Að vera aðþrengd eiginkona
alltaf er svona og svona
sagði sú eðla frú
sem Bush er trú.
Eða það verðum við að vona.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Við tölum oft um eitur í beinum. Einu sinni var mér sagt að þetta væri þýðingarvilla úr þýsku. Eiter i beinen, þýddi gröftur í fótum, eitthvað svoleiðis ... en við hefðum misskilið það.
Flott vísa ... en voða fannst mér þetta nú gervilegt hjá Bush-hjónunum og greinilega verið sett á svið af almannatengslafulltrúa þeirra, hundinum.
Grrrrr

10:25 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home