föstudagur, apríl 29, 2005

Sjálfspíningarhvöt í æðra veldi

Ég beit mig í puttann og er alveg að drepast. Nei, ég er ekki að ljúga ég beit þéttingsfast í vísifingur hægri handar hér rétt áðan og bitförin eru velsjáanleg. Ég var sko, nefnilega að tala og ætlaði að strjúka hárið úr augunum en fór svo að hlæja um leið eða þannig og það endaði sem sagt með því að ég beit mig í puttann. Ég held að þarna sé verið að hefja sjálfspíningarhvötina upp í eitthvert æðra veldi. Að minnst kosti er þetta ekki alveg eðlilegt.

1 Comments:

Blogger Svava said...

Oh hvað ég myndi hafa viljað vera fluga á vegg þegar þetta atvik átti sér stað !

2:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home