miðvikudagur, apríl 20, 2005

Ömmuraunir

Ég hlýt að vera óskaplega vanþroska því ég er ekki enn orðin amma. Hann Guðmundur sem vinnur með mér varð afi fyrir þremur dögum og hann er bara 38 ára. Magga systir var fertug þegar hún varð amma, mamma fjörutíu og þriggja og þannig mætti lengi telja. Ég er fjörutíu og fimm (næstum ellilífeyrisþegi) og ekkert bólar á barnabarni.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Láttu Freyju bæta þér barnabarnleysið upp á meðan krakkarnir gleyma sér yfir námsbókunum og vita ekki hvernig á að fjölga mannkyninu.
Þú getur samt huggað þig við margt: þessir grislingar, barnabörn og barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn, verða sífellt fjarskyldari þér og tákna bara leiðindi og aukauppvask á jólum og páskum, auk þess sem gjafakaup verða þyngri.
Huggun dagsins var í boði Guðríðar

2:59 e.h.  
Blogger Svava said...

Það verður æ algengara í Þýskalandi að fólk eignist ekki börn. Ástæðurnar eru heimsástandið, mengun og glæpir. Börnin þín þurfa ekki annað en að heyra móður sína tala steingerðísku við hundinn og það ætti að nægja til að draga úr barneignum í nokkur ár...

11:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home