fimmtudagur, apríl 14, 2005

Ilmur er í nefi þess sem finnur

Freyja litla velti sér upp úr úldnum fiski í göngutúrnum í dag. Hún rakst á þetta fína ýlduflak við Kópavogshöfn í dag og líkt og síðast þegar hún gerði þetta þá angar hún viðurstyggilega. Ég baðaði hana eftir að heim kom en fýlan er enn megn. Andri og Gunnur komu í mat og Freyja ræfilinn skildi ekkert af hverju enginn vildi hafa hana nálægt sér. Sjálfri fannst henni þetta fína náttúruilmvatn bæði spennandi og einstaklega ljúft. Því miður erum mannfólkið of heimskt til að skilja þetta. Freyja yppir bara öxlum og segir: Ef beauty is in the eye of the beholder þá er aroma in the nose of the smeller. Hún hefur bara þónokkuð til síns máls eða sagði ekki Forrest Gump: Stupid is as stupid does.

2 Comments:

Blogger Svava said...

Ég er farin að halda að þú sért haldin sjálfspyntingahvöt. Ferð með hundinn af ásettu ráði þangað sem hann getur fundið úldinn fisk að nudda sér upp við. Viðurkenndu það bara, úldinn fiskur er þitt uppáhald :-)

12:12 e.h.  
Blogger Steingerdur hin storskorna said...

Ég get ekki alveg tekið undir að úldinn fiskur sé mitt uppáhald en þú bregst við alveg nákvæmlega eins og Eva. Það verður hins vegar að segjast eins og er að tölfræðilega hafa ferðirnar út í Kópavogshöfn tekist nokkuð vel því á einu ári höfum við gengið þangað að meðaltali fjórum sinnum í viku og tíkin aðeins tvisvar náð sér úldinfiskilmvatn.

4:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home