fimmtudagur, apríl 07, 2005

Brjálaðir bílasímar

Stundum misheyri ég alveg rosalega. Krakkarnir mínir hæðast iðulega að mér fyrir þetta en þessar misheyrnir geta verið skemmtilegar. Í morgun var ég hlusta á ellefu fréttir á Ríkisútvarpinu. Pálmi Jónasson las helstu atriði frétta og fyrsta frétt var sú að talið væri að um 4. millj. bílasíma væru komnir til Rómar. Ég velti fyrir mér, meðan hann las það sem eftir var af inngangspistli sínum, hvers vegna það teldist fréttnæmt að allir þessir bílasímar væru í Róm. Ég taldi hugsanlegt að það væri vegna þess að símarnir trufluðu fjarskipti í borginni. En svo kom fréttin: Talið er að um 4. millj. pílagríma séu komnar til Rómar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home