miðvikudagur, apríl 06, 2005

Múmíur, smurningar og önnur lík

Ég verð nú að segja eins og er að mér fannst það einum um of hjá Stöð 2 í gærkvöldi að leiða okkur í allan sannleika um að lík páfa væri smurt. Ég sá einhvern veginn ekki fréttapunktinn í þessu og hefði alveg viljað velta einhverju kræsilegra fyrir mér svona rétt fyrir kvöldmat en því hvernig lík eru smurð og hvaða aðferð hefði hugsanlega verið notuð á páfann. Auðvitað hefur hver sinn smekk á þessu eins og öðru og augljóslega þótti fréttamönnum Stöðvarinnar þetta gasalega áhugaverð umræða. Má ég þá frekar biðja um gamaldagsmúmíu eða uppvakning úr íslenskri gröf. Það er almennt meira fjör í þeim en páfanum, a.m.k. núna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home