Eplið og eikin, eggið og hænan eða þannig sko
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni segir máltækið. Ætli það sannist ekki á því að sonur minn sendi mér skilaboð í kvöld eftir að ég bauð honum í mat. Þau voru á þessa leið:
Fyrir oss ber mamma svínahnakka.
Ég til þess er farinn að hlakka.
En ef hnakkinn er ei ætur
þá vil ég fá bætur
að minnsta kosti nýjan frakka.
Honum var að sjálfsögðu svarað:
Fyrir þig ætlaði ég að bera læri
fengi ég til þess færi.
En það er mín von
að minn son
þekki ég ei sem bæri.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home