mánudagur, mars 14, 2005

Litla barnið í stóru skónum

Ég fór með syni mínum að kaupa sér skó um helgina. Þetta var alveg agalega gaman. Mér leið alveg eins og þegar ég fór með hann að kaupa á hann fyrstu spariskóna. Að vísu notaði hann þá nr. 35 en núna er pilturinn kominn í nr. 41. Ég held að honum hafi ekkert þótt jafnmikil stemmning yfir því að þvælast um Smáralindina með mömmu en ég naut mín í botn. Mér fannst eins og eitt andartak væri blessað smábarnið mitt komið aftur undir verndarvæng mömmu. Ætli þetta rjátlist aldrei af manni að finnast börnin manns, börnin manns en ekki fullorðna fólkið sem maður fæddi í heiminn fyrir fleiri árum en maður kærir sig um að muna.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta verða alltaf litlu krúttin okkar sama hversu fullorðin þau verða.
En hefur þú heyrt um níræðu mömmuna sem gafst upp á sambúð með syni sínum og sendi hann, rúmlega sjötugan drenginn, á elliheimili. Henni fannst hann svo leiðinlegt gamalmenni að hún nennti ekki að búa með honum lengur. :) Gurrí

3:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home