Að vaða í villu og svíma
Undanfarna daga hefur mér fundist ég vaða í villu og svíma. Ég veit ekki hvort þetta tengist andláti pabba en mér finnst eins og allt sé einhvern veginn loðið og í móðu. Ég er hræðilega utan við mig og gleymi lyklum, símum, pennum og öðru lauslegu hingað og þangað. Í dag tók þó steininn úr þegar ég ætlaði að aka sem leið lá niður í Laugar þar sem ég átti að hitta viðmælanda minn og keyrði tvisvar fram hjá innkeyrslunni. Ekki vegna þess að ég sæi hana ekki heldur vegna þess að ég var bara utan við mig.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home