Undirmeðvitundin og draumarnir
Undarlegt er það hvernig undirmeðvitundin vakir stundum. Til marks um það er draumur sem mig dreymdi meðan pabbi lá sem veikastur. Læknarnir voru nýbúnir að segja okkur að hann hefði verið á blóðþynningarlyfjum allan tímann inni á spítalanum þannig að ekki var því um að kenna að blóðtappinn myndaðist við heilann. Um nóttina dreymdi mig að ég kæmist að því að Guðmundur stæði í framhjáhaldi. Krakkarnir okkar höfðu bæði komist að þessu og ég kveikti á perunni vegna þess hve skrýtinn Andri var. Ég varð öskuill og skipaði manninum mínum að slíta sambandinu við viðhaldið en hann sagðist ekki geta það.´„Ég veit að hún er á blóðþynningarlyfjum og þunglyndislyfjum en samt alltaf grenjandi en ég get ekki hætt.“ Ég hélt áfram að lesa yfir honum og tilkynnti að fyrst svo væri þá færi ég. Þá sagði hann: „Ég viðurkenni að það er leiðinlegt að hún er alltaf grenjandi en ég get ekki hætt.“ Þar með var sá draumur búinn og mér þætti óskaplega gaman að vita hvað Freud læsi út úr þessu.
2 Comments:
Freud myndi áreiðanlega segja þig haldna reðuröfund á háu stigi. Sem er nátturulega kórrétt! Yðar afspyrnu ógeðslega afsprengi.
Andri
Ég tek undir það að afsprengi mitt er hálfógeðslegt núna.
Skrifa ummæli
<< Home