mánudagur, febrúar 21, 2005

Hver er hvað og hvað er hver?

Ég er þess fullviss að Freyja heldur að hún fari með mig út að ganga en ekki öfugt. Til að byrja með þá gengur hún venjulega á undan og dregur mig á eftir sér. Hún veltir því áreiðanlega fyrir sér með reglulegu millibili hvort það taki því að vera með þessa kerlingu í eftirdragi. Þá streitist hún við og togar fast í tauminn. Eftir vissan tíma verður henni ljóst að ekki er hægt að losna við þennan dragbít og þá tekur hún á honum stóra sínum og ákveður að sýna blessuðum vesalingnum þolinmæði ögn lengur. Ég held að iðulega hugsi hún með sér: Þetta er nú meiri bægifóturinn. Af öllum mögulegum eigendum þurfti ég að sitja uppi með þennan.

1 Comments:

Blogger Svava said...

Það var enginn efi um það í mínum huga hver var úti að ganga með hvern þegar ég var að passa hundinn þinn. Eftir 4 lýtaaðgerðir til að laga handlegginn sem lengdist um 2 metra eftir göngutúrana er ég enn þess fullviss að hundurinn fór með mig í gönguferðir og viðraðir mig ærlega.

9:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home