föstudagur, febrúar 11, 2005

Kölkun og önnur elliglöp

Við Gummi fórum upp á spítala til pabba áðan og komum við hjá mömmu áður en við fórum heim. Þegar ég var að fara út frá gömlu konunni fannst mér ég endilega hafa verið með rauða sjalið mitt um hálsinn þegar ég fór að heiman. Við renndum því upp á spítala aftur og Gummi hljóp upp til að sækja sjalið. Hann greip í tómt og ég varð að játa að líklega hefði mér skjátlast. Þá stundi Mundi: Já, það er illt að vera kvæntur kalkaðri súlumey. Og með þessu hefur maður þolað súrt og sætt í 24 ár.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home