Andri goggur
Eins og fram hefur komið á þessari síðu áður þá sendi ég syni mínum einstaka sinnum snilldarlega ortar limrur. Pilturinn tekur þessum ofsóknum með stóiskri ró, enda þekktur fyrir yfirvegun (sem hann auðvitað hefur erft úr móðurætt). Hér er nýjasta afurðin sem honum var send með tölvupósti í morgun. Drengurinn getur ýmsa lífsspeki numið af þessum kveðskap.
Þinn goggur er langur og mjór
en ekkert sérlega stór.
Þetta er myndarlegt nef
sem fær sjaldan kvef
en skynjar fljótt lyktina af bjór.
1 Comments:
Þetta er náttúrlega ekkert annað en tær snilld. Ég ætla rétt að vona að drengurinn kunni að meta kveðskapinn :)
Gurrí
Skrifa ummæli
<< Home