föstudagur, janúar 28, 2005

Snakillur sjúss

Ég asnaðist inn á feminvefinn áðan. Nokkuð sem engin ætti að gera óundirbúinn á föstudegi. En allt um það. Þar rakst ég á umfjöllun um vín. Rosemount Chardonnay er að sögn þeirra feminkvenna mikill eðaldrykkur. Eitt af því sem talið var víninu til ágætis var að það væri auðdrekkanlegt. Nú sit ég sem sagt hér og velti fyrir mér hvernig illdrekkanlegt vín sé. Hingað til hef ég nefnilega staðið í þeirri trú að allur þunnfljótandi vökvi sé nokkuð auðdrekkanlegur. Mig langar sem sé óskaplega að smakka illan drukk og ef einhver getur bent mér á snakillan sjúss er ég alveg til í að brjóta fjögurra ára bindindi, að maður tali ekki um illyrmisvín.

2 Comments:

Blogger Svava said...

Ja, ég hef aldrei hitt vín sem ekki er auðdrekkanlegt, að undanskildu kannski brennivíni. En það svo sem rann nú niður,var auðvelt að drekka það en erfitt að njóta þess.

10:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Maður ætti aldrei að villast inn á femín-vefinn. Þar er gengið út frá því að konur séu allar eins, hafi bara áhuga á börnum, matargerð, sjálfsrækt, karlmönnum og kynlífi en hvar eru t.d. íþróttir og alvörubókmenntir? Hmmmm, en vefurinn hefur auðvitað tilverurétt þótt mér finnist hann leiðinlegur.
Diss dagsins var í boði Guðríðar.
Ég frétti af þér uppi á sviði nektarklúbbs um helgina ... í hvaða ævintýri komstu þér? Fáum við að heyra eitthvað um þetta eða ...
Gurrí

11:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home