þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Hvenær rennur dauðstund þín upp?

Ég komst að því með hjálp spurningalista á Netinu hvenær dauðastund mín myndi líklega renna upp.

I am going to die at 83. When are you? Click here to find out!

Sagt var að ég myndi deyja at the grand old age 83. Það þykir alls ekki hár aldur í minni fjölskyldu þannig að ég ætla að verða minnsta kosti 93 og hrella Svövu systur sem mest ég má í ellinni. Hún á ekki að verða nema áttræð þannig að ef ég stend við þessa hótun fær hún aðeins örfá ár án minnar návistar. He! he! Hrummpfff (illkvittnislegt murr).

1 Comments:

Blogger Svava said...

Eins og ég sagði við Kristínu vinkonu mína sem einnig tók þetta próf.... þessar niðurstöður eru miðaðar við að ekkert óvænt gerist, s.s. að píanó eða peningaskápur falli á höfuð viðkomandi. Ég myndi fara að ganga með hjálm ef ég væri þú.....

4:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home