Svona eiga kennarar að vera
Á mbl.is er frétt þess efnis að Mary Letourneau, kennslukonan sem vann sér það helst til frægðar að sofa hjá fimmtán ára nemanda sínum og vera dæmd í fangelsi fyrir vikið, ætlar að giftast nemanda sínum Vili Fualaau. Þau skötuhjúin hafa haldið sambandinu heitu þau sjö ár sem Mary sat í fangelsi og eignast annað barn á því tímabili en Mary var ófrísk þegar dómurinn féll. Það er eiginlega ekki hægt að verjast þeirri hugsun að kona þessi hljóti að vera kennari af guðs náð. Hún tekur starf sitt svo alvarlega að hún kennir ekki eingöngu lestur, skrift og reikning heldur allt um ástina líka. Fimmtán ára drengur fær að kynnast kynlífi, tryggð og ást sem stenst allar raunir með hennar hjálp og það áður en hann nær að verða hálfþrítugur. Lífsreynsla sú sem drengurinn býr að hlýtur að vera einsdæmi. Já, við þyrftum endilega fleiri svona konur. En áður en af því verður, mikið er ég nú fegin að drengurinn minn er skriðinn upp úr grunnskólanum.
2 Comments:
Já, hún var sko einstök ! Og drengurinn var takk fyrir 12 ára þegar hún hóf kennsluna fyrst og átti fyrra barnið, sat inni í 6 mánuði og var svo gripin mánuði eftir að henni var sleppt úr fangelsi við að kenna drengnum allt um kynlíf í ökutækjum. 7 og hálft ár fékk hún fyrir það, og nú kennir hún honum allt um happy marriage.
Ég trúi að þetta flokkist undir það sem lögfræðingar kalla einbeittan brotavilja.
Skrifa ummæli
<< Home