Morgunstund gefur gull í mund
Ég er í raun að bíða eftir að vinnudagurinn verði búinn. Ég lauk verkefnunum mínum í morgun og nenni ekki að byrja á neinu. Til að drepa tímann sendi ég syni mínum eftirfarandi gullaldarkveðskap:
Mergjaður morgunhani
var alltaf á stöðugu spani
upp um allt
með heitt og kalt.
Þar til það varð hans bani.
Auðvitað er þetta snilld og ekki hægt að segja annað en að magnaða persónusköpun sé að finna í þessu ljóði.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home