mánudagur, mars 21, 2005

Snáfaðu heim Snati!

Við mæðgur brugðum okkur í Smáralindina þegar ég var búin að vinna. Dóttir mín þurfti að fá gloss, brúnkukrem, púður og hlýraboli. Ég ætlaði hins vegar ekkert að versla en þegar ég rakst á gula önd sem gargar í Tiger gat ég ekki stillt mig um að kaupa hana handa Freyju. Eva tók pokann og fór á undan mér út. Hún var ósköp aumleg þegar ég kom út í bíl og skýringin kom um leið og ég settist. Jú, hún hafði gengið bísperrt út um dyrnar þar sem nokkrar konur sátu og reyktu. Hún var rétt komin að hópnum þegar öndin góða hóf upp raust sína og gargaði hástöfum í pokanum. Konurnar ráku upp stór augu og hugsanlega hafa þær haldið að krakkinn hafi einhvers staðar stolið lifandi önd í páskamatinn. Stelpan eldroðnaði og hálfhljóp að bílnum. En hafi hún vonast eftir samúð frá móður sinni var það borin von. Hún hafði varla lokið sögunni þegar ég sagði: Hvers vegna í ósköpunum hristir þú ekki pokann og sagðir: Þegiðu Snati og snáfaðu heim.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tær snilld.

11:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home