Útþráin vaknar á vorin
Mig langar út. Á hverjum degi laumast ég á Netið til að skoða nettilboð til útlanda. Ut vil ek! Þessi ferðastingur grípur mig á hverju vori. Um leið og sól tekur að hækka á lofti og von um sumarið komi nú einhvern tíma kviknar innra með mér óstjórnleg löngun til að fara eitthvað og helst sem lengst. Stundum nægir mér að skreppa á Þingvöll og sökkva í ökkladjúpt moldarflag í vorleysingum til að sefa útþrána aðeins en núna hefur ekkert getað sefað mig. Gönguferðir með hundinn og dagdraumar um ferðir upp á Snæfellsnes hafa ekki náð að skapa tilætlaða hugarró. Ég held ég verði að reyna að blikka manninn minn í kvöld og athuga hvort hægt verði að kveikja í honum að skreppa til Kaupmannahafnar eða London um páskana.
1 Comments:
Ég skil þig svo vel. Vinnan sendir mig í 3 daga til Köben núna í aprílbyrjun, jíbbí ! Blikkaðu Guðmund, farðu í lítinn náttkjól og úðaðu yfir þig þeytirjóma. Þá er ég viss um að þú situr um borð í vél Iceland Express innan tíðar...
Skrifa ummæli
<< Home