þriðjudagur, mars 29, 2005

Veðurfréttirnar með svefnherbergisröddu

Við Guðmundur brugðum okkur norður á Akureyri um páskana. Á leiðinni heyrðum við veðurfréttir og sá lestur var með því dásamlegasta sem ég hef lengi heyrt. Konan sem las fréttirnar las sem sé hægri, hásri röddu sem kom langt neðan úr hálsi þ.e. með ekta svefnherbergisröddu en í stað þess að segja: Já, svona ástin mín, einmitt þarna. Já, haltu áfram. Jáh, jáh, jáh. Sagði hún: Hæg norðan átt, léttskýjað og dálítil súld vestan lands. Reynið sjálf að leika þetta eftir. Ég get sagt ykkur að þetta hljómaði alveg yndislega, hjákátlega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home