fimmtudagur, apríl 07, 2005

Alltaf vantar eitthvað

Ég borðaði hádegisverð ásamt samstarfskonum á Salatbar Eika í hádeginu. Þarna var geysilegt úrval rétta. Alls konar grænmeti, núðluréttir, pasta, ávextir, baunir og margt fleira. Á undan mér að hlaðborðinu var ungur maður um tvítugt og kærasta hans. Pilturinn var varla farinn á stað þegar hann leit yfir þessa ofgnótt og sagði fúll við kærustuna: Hvar eru gulu baunirnar? Eru engar gular baunir? Þetta er athugasemd sem ég hefði getað búist við að heyra einmitt í þessum tón frá pabba mínum sem lést nýlega 84 ára að aldri. Sennilega var það til of mikils ætlast að vona að karlmenn breyttust til batnaðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home