þriðjudagur, apríl 12, 2005

Vorið er komið og farið, komið og farið

Vorið kemur og fer þessa dagana og skapið í mér sveiflast með veðurfarinu. Þegar kuldinn er allsráðandi er ég fúl og pirruð en þegar sólin brosir brosi ég á móti - eða þannig sko. Málið er nefnilega að hér í vinnunni er heitara en í helvíti þegar sólin skín þannig að gleði mín eftir göngutúrinn á morgnana í sólinni er fljót að bráðna niður í hausverk og hita þegar í vinnuna er komið. Aumingja lóan var komin og ætlaði að taka til við að kveða burt snjóinn en verður víst bara að bíta í það súra epli að söngurinn varð til þess að yfir hana helltist slydda. Magga systir sagðist reyndar áðan vera þess fullviss að nú segðu lóurnar hver við aðra: „Ég kem aldrei á þennan skítaklaka aftur. Ég veit að ég hef sagt þetta fyrr but this time I mean it, I really mean it.“ Já, það er hægt að tjá ansi margt með einu dirrindí bara dirrindí.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home