fimmtudagur, apríl 14, 2005

Skakki turninn Steingerður

Að undanförnu hef ég verið að leika mér að því að vera svolítið döpur. Það er eiginlega nauðsynlegt svona af og til að hætta gleiðgosahættinum og verða fúllyndur. Þegar þannig stendur á fyllist ég sjálfsvorkunn og meðal þess sem mér finnst sérlega ranglátt þessa stundina er: 1. Að ég skuli þurfa að vinna fyrir mér og geti ekki legið heima og lesið sakamálasögur og étið súkkulaði allan daginn. 2. Að súkkulaði skuli ekki vera hollusta sem nauðsynlega ber að leyfa sér á hverjum degi. 3. Að hús eru almennt ekki sjálfhreinsandi. 4 Að dætur finna ekki hjá sér náttúrulega hvöt til að þrífa fyrir mæður sínar og þvo alla þvotta frá því þær læra fyrst að standa í fæturnar.
Þetta hefur valdið mér ómældum hugarkvölum að undanförnu og ég er að verða eins og skakki turninn í Písa, ég er svo svakalega leið. Mér finnst að systur manns eigi að safna liði þegar svona stendur á og koma heim til manns og þrífa, taka til, þvo þvott, elda og dekra við mann.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Yeah right!!! Talk about delusional people! Ég er að fara til Køben á morgun ligga ligga lá!!

1:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home