föstudagur, apríl 22, 2005

Sveitarómagar nútímans

Andri hringdi áðan og sótti um styrk frá foreldrum sínum til að framfleyta sér fram að mánaðamótum. Hann fékk sjálfur að millifæra í heimabankanum og setti í skýring greiðslu vegna örbirgðar. Að því tilefni orti móðir hans:

Þú ert sveittur sveitarómagi
á örbirgðarstyrk af einhverju tagi.
Þér fellur í skaut
að borða grjónagraut
og finnast það bara allt í lagi.

Þarna sjáum við svart á hvítu hverjir eru sveitarómagar nútímans og þeir ættu bara að hafa vit á að borða grjónagraut í hvert mál. Steingrímur Hermannsson gaf þetta fína ráð við fátækt á sínum tíma og ég veit ekki betur en að það sé í fullu gildi enn í dag.

1 Comments:

Blogger Gunnella said...

He he, enda nefnist grauturinn Steingrímur í minni familíu, að fá sér Steingrím.....

11:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home